Ritstjórn
Ritstjórn skrifar
mánudaginn 18. nóvember 2019 kl. 12:25

Hvetja til afnáms ofbeldis gegn konum og stúlkum

Soroptimistaklúbbur Keflavíkur er vaxandi félagsskapur kvenna en í lok nóvember hefst sérstakt verkefni sem soroptimistar vekja athygli á en Alþjóðasamband þeirra hefur barist gegn kynbundnu ofbeldi í áratugi.

Sameinuðu þjóðirnar hafa valið 25. nóvember dag vitundarvakningar um útrýmingu kynbundinsofbeldis og markar hann jafnframt upphaf 16 daga átaks gegn því. Appelsínugulur er litur átaksins og verða nokkrar byggingar á Suðurnesjum lýstar upp í þeim lit á meðan átakinu stendur.

Ýmis samtök, fyrirtæki og einstaklingar um allan heim hvetja til afnáms ofbeldis gegn konum og stúlkum. Þessu sérstaka átaki lýkur á mannréttindadegi Sameinuðu þjóðanna, 10. desember, sem jafnframt er alþjóðlegur dagur Soroptimista.

En hvað eru soroptimistakonur að gera á Suðurnesjum? Suðurnesjamagasín ræddi við talskonur Soroptimistaklúbbs Keflavíkur. Innslagið úr þættinum er í spilaranum hér að ofan.