Föstudagur 20. maí 2022 kl. 10:43

Hvað er að gerast í náttúrunni við Grindavík?

Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar hjá Veðurstofu Íslands, fór ítarlega yfir það sem er að gerast í náttúrunni við Grindavík á íbúafundi í Grindavík í gærkvöldi. Kristín sýndi m.a. kort þar sem kvikuinnskotið er teiknað upp og lega þess sýnd. Um er að ræða sjö til átta kílómetra langt „belti“ og jarðskjálftar síðustu daga hafa verið að raða sér í kringum þetta belti.

Víkurfréttir ræddu við Kristínu eftir fundinn í gær um það sem er að eiga sér stað við Grindavík. Viðtalið er í spilaranum hér að ofan.