Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
laugardaginn 21. desember 2019 kl. 17:02

Húsfyllir á Mazowsze í Stapa

Hinn frægi pólski þjóðlagahópur Mazowsze hélt tónleika í Stapa Hljómahöll miðvikudaginn 18. desember. Á efnisskrá voru jólalög og jólasálmar. Tónleikarnir voru í boði Reykjanesbæjar og pólska sendiráðsins á Íslandi en húsfyllir var á tónleikunum.

Í spilaranum að ofan er upphafslag tónleikanna.