Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
mánudaginn 22. janúar 2024 kl. 17:32

Hótelstjórinn með leiksigur í Keflavíkurannál

Keflvíkingar fara mikinn í Þorrablótsannál og bættu upp fyrir slælega frammistöðui á síðasta ári þegar annállinn var settur á ís. Mörg skemmtileg atriði líta dagsins ljós og ófáir fá á baukinn, ýmist í leiknum atriðum og „fréttum“.

Að venju var annállinn frumsýnir á Þorrablóti Keflavíkur og er óhætt að segja að vel hafi til tekist. Keflvíkingar fengu þekkta bæjarbúa til að leika sjálfa sig og þar fer Steinþór Jónsson, hótelstjóri Hótels Keflavíkur, mikinn. Fráfarandi formaður og framkvæmdastjóri Keflavíkur, íþrótta- og ungmennafélags, Einar Haraldsson, og Njarðvíkingurinn Gunnar Örlygsson eru líka magnaðir á skjánum í skemmtilegu atriði um sameiningu íþróttafélaganna, Keflavíkur og Njarðvíkur. 

Sjón er sögu ríkari. Keflvíkingar bjóða þeim sem horfa á að styrkja Keflavík.