Þriðjudagur 16. janúar 2024 kl. 16:03

Horfðu á íbúafund Grindvíkinga hér

Íbúafundur verður haldinn í dag, þriðjudag 16. janúar, klukkan 17:00 í Laugardalshöll. Fundinum verður streymt á vef Grindavíkurbæjar og á Facebooksíðu bæjarins. Horfa má á útsendinguna í spilaranum hér að ofan

Dagskrá fundarins er með eftirfarandi hætti:
Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur fer með fundastjórn

Erindi á fundinum:
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Kristín Jónsdóttir, deildastjóri Veðurstofu Íslands.
Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri Suðurnesjum.
Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir, fagstjóri hjá Almanavörnum og stjórnandi þjónustumiðstöðvar í Tollhúsinu.

Auk þeirra verða í pallborði:
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, fjármála- og efnahagsráðherra.
Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra.
Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands.
Hulda Ragnheiður Árnadóttir, framkvæmdastjóri Náttúruhamfaratryggingar Íslands.
Ari Guðmundsson, verkefnastjóri vegna byggingu varnargarða og sviðsstjóri hjá Verkís.
Sólberg S. Bjarnason, deildarstjóri Almannavarna.
Páll Erland, forstjóri HS Veitna.