Mánudagur 23. ágúst 2021 kl. 10:15

Hlynur ætlar að bronsa tíu þúsund sinnum!

Hlynur Atli Freysson, 8 ára knattspyrnupeyi úr Njarðvík fer létt með að halda bolta á lofti eða „bronsa“ eins og oft var sagt. Hlynur Atli byrjaði að leika sér með fótbolta þegar hann var sex ára og fór fljótlega að æfa sig með knöttinn eins og faðir hans, Frey Guðmundsson gerði þegar hann var strákur og vann m.a. verðlaun á pollamóti fyrir að halda bolta á lofti. Faðirinn náði því að bronsa þúsund sinnum á sínum tíma en strákurinn er búinn að slá það met og hefur náð mest yfir 1254 sinnum og stefnir á 10.000. Ví

Víkurfréttir hittu þá feðga við knattspyrnuvöll Njarðvíkinga og út varð sjónvarpsinnslag sem sjá má í spilaranum hér að ofan.