Sunnudagur 29. maí 2022 kl. 08:01

Heimildarmynd um strand Mariane Danielsen við Grindavík

Mariane Danielsen strandaði við innsiglinguna til Grindavíkur að kvöldi 20. janúar 1989. Skipinu var náð á flot föstudaginn 7. apríl 1989. Nýverið komu saman þeir einstaklingar sem komu að björgun skipsins á einn eða annan hátt.

Upphaflega ætlaði hópurinn að hittast þegar 30 ár voru frá björguninni en heimsfaraldur og fleira varð til þess að samkomunni var frestað þar til nýlega.

Tæplega 100 manns komu saman í Grindavík af þessu tilefni og var heimildarmynd um strandið og björgunina sýnd við það tækifæri. Heimildarmyndin hefur verið gerð aðgengileg á Youtube.

Kvistur Film framleiddi myndina árið 2020

Viðmælendur:
Sigmar Eðvarðsson
Guðlaugur Rúnar Guðmundsson
Stefán Albertsson

Kvikmyndataka:
Árni Sæberg
Guðmundur Bergkvist

Klipping og handrit:
Guðmundur Bergkvist