Föstudagur 9. júní 2023 kl. 17:36

Heimalningur og draumar í Suðurnesjamagasíni

Suðurnesjamagasín lifir góðu lífi og enn einn þátturinn er kominn úr smiðju Víkurfrétta. Þetta er þáttur númer 442 og sá sextándi sem við framleiðum á þessu ári.

Í þættinum förum við út á Stafnes og hittum þar fyrir frístundabónda sem meðal annars fóstrar tvo heimalninga.

Það er algengt að sjómönnum dreymi fyrir fiskiríki og einnig reiðileysi. Við hittum skipstjóra í Garðinum sem segir okkur frá draumförum sjómanna.

Stærsti hraðhleðslugarður landsins fyrir rafmagnsbíla hefur verið opnarður við Aðaltorg í Reykjanesbæ. Við vorum þar.

Við endum svo þáttinn á burtfarartónleikum hjá Tónlistarskóla Reykjanesbæjar.

Suðurnesjamagasín er ekki sýnt í sjónvarpi sem stendur en þátturinn er aðgengilegur hér á vef Víkurfrétta og einngi á Youtube undir Sjónvarp Víkurfrétta.