Miðvikudagur 11. ágúst 2021 kl. 14:12

Heilbrigðisráðherra: Margt jákvætt að gerast

Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, segir að á næstu vikum verði auglýst eftir húsnæði fyrir nýja heilsugæslustöð sem bráðbirgðalausn á meðan beðið er eftir byggingu nýrrar. Hún segir að nauðsynlegt sé að bregðast við á miklu vaxtarsvæði sem Suðurnesin eru og ekki sé hægt að bíða til ársins 2023 eða 2024 þegar áætlað er að byggingu nýrrar heilsugæslu ljúki.