Miðvikudagur 24. maí 2023 kl. 13:46

Hefur slæm áhrif á starfsandann - segir formaður Starfsmannafélags Suðurnesja

„Starfsandinn á vinnustöðunum er slæmur út af þessari mismunun í launum. Fólk trúir því ekki að þetta sé að gerast, að það þurfi verkföll út af þessu. Við erum ekki að berjast um launaflokka heldur þessari mismunun sem  þarf að leysa. Það er hræðilegt að það sé ekki að ganga upp,“ segir Trausti Björgvinsson, formaður Starfsmannafélags Suðurnesja í viðtali við Víkurfréttir að loknum samstöðufundi starfsfólks Reykjanesbæjar í grunnskólum. Um 170 manns eru í verkfalli og hefur áhrif í grunnskólunum.

Verkfallið hefur þegar haft mikil áhrif, m.a. fá börnin ekki mat í skólanum. Trausti segir að það hafi verið gott að fá samtalið við bæjarstjóra og formann bæjarráðs sem hingað til hafi ekki viljað tala að hans sögn. Hann sagði að verkfallsaðgerðir muni hafa víðtæk áhrif á næstunni á fleiri stöðum á Suðurnesjum náist samningar ekki.

Rætt er við Trausta í meðfylgjandi myndskeiði.

Verkfallsaðgerðir í ráðhúsi Reykjanesbæjar