Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
laugardaginn 18. nóvember 2023 kl. 21:38

Grindvíkingar þekktir fyrir samheldni

Grindvíkingurinn Jón Axel Guðmundsson er í góðum málum á Alicante á Spáni þar sem hann leikur sem atvinnumaður í körfuknattleik. Hann segir blendnar tilfinningar vera í gangi vegna þeirra atburða sem ganga þessa dagana yfir heimabæ hans, Grindavík: „Það er gott kannski að vera aðeins frá þessu en á sama tíma erfitt líka út af því að maður veit lítið,“ segir hann meðal annars í viðtali við Víkurfréttir í dag.