Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
fimmtudaginn 31. mars 2022 kl. 19:30

Grindavíkurdætur- og feðgar, sálumessa og rígaþorskur í Keflavík í Suðurnesjamagasíni

Það er komið víða við í Suðurnesjamagasíni vikunnar. Grindavíkurdætur eru nýlegur kvennakór sem stækkaði í heimsfaraldri og feðgarnir Jón og Margeir í samnefndu fyrirtæki fögnuðu þrítugsafmæli fyrirækisins í síðustu viku. 

Sálumessa Mozarts verður flutt í Duus Safnahúsum 8. og 9. apríl en hér er um að ræða vinsælasta kórverk í heimi. Við fórum á æfingu og kynntum okkur það. Þá fór Suðurnesjamagasín á kajann í Keflavík og fylgdist með löndun af risaþorskum sem voru veiddir rétt við landssteinana í Keflavík síðustu daga. 

Suðurnesjamagasín er á dagskrá Hringbrautar og vf.is öll fimmtudagskvöld kl. 19.30.