Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
sunnudaginn 28. mars 2021 kl. 11:28

Gosið opnar mikla möguleika fyrir Reykjanes jarðvang - segir Ari Trausti

Ari Trausti Guðmundsson, þingmaður og jarðvísindamaður segir Suðurnesjamenn eiga mikla möguleika í að vinna með Reykjanes Jarðvang sem er hluti af verndaráætlun Unesco, í framhaldi af gosi í Geldingadölum. 

Ari Trausti lýsti þróun jarðhræringa og eldgosa á Reykjanesi í mjög áhugaverðu erindi sem hann flutti á Marriott hótelinu 25. mars, svaraði spurningum um hversu gosið gæti staðið lengi, hvert hraunrennsli myndi stefna og margt fleira. Hann segir vatnsból Suðurnesjamanna á Reykjanesi ekki í hættu og segir að m.a. í ljósi atburða að undanförnu sé ekki hyggilegt að byggja nýjan innlands- og millilandaflugvöll í Hvassahrauni.