Fimmtudagur 9. desember 2021 kl. 19:30

Garðurinn í aðalhlutverki í Suðurnesjamagasíni vikunnar

Það má segja að Garðurinn sé í aðalhlutverki í Suðurnesjamagasíni vikunnar. Við ræðum við feðgana Braga Guðmundsson og Sveinbjörn Bragason sem er að fara byggja 24 íbúðir við Báruklöpp í Garði. Bragi hefur verið byggingaverktaki í fjóra áratugi og ræðir um þau verk sem hann hefur tekist á hendur á þeim tíma en fjölmargar byggingar í Garði og víðar eru byggðar af fyrirtæki hans.

Við höldum einnig áfram umfjöllun okkar um nýja frystitogarann Baldvin Njálssson GK 400. Við fórum í siglingu með togaranum og ræddum við mannskapinn um borð.

Suðurnesjamagasín er á dagskrá Hringbrautar og vf.is á fimmtudagskvöldum kl. 19:30.