Fimmtudagur 16. júní 2022 kl. 19:30

Fríða Dís og forsetinn ásamt hressu Rótarýfólki

Söngkonan Fríða Dís Guðmundsdóttir er að fara að gefa út nýja hljómplötu. Í Suðurnesjamagasíni er rætt við söngkonuna. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, kom siglandi til Grindavíkur um sjómannadagshelgina með safnskipinu Óðni. Okkar maður í Grindavík ræddi við forsetann og mætti með óvænta áskorun á Guðna. Viðbrögðin má sjá í þættinum. Þá förum við í garðyrkjustörf með hressu Rótarýfólki í Keflavík og ræðum við formann klúbbsins sem er einn rosalegasti grillari ... a.m.k. á Freyjuvöllum í Keflavík.
Suðurnesjamagasín er á dagskrá Hringbrautar og vf.is öll fimmtudagskvöld kl. 19:30.