Mánudagur 2. maí 2022 kl. 19:26

Framboðsfundur í Hljómahöll í beinni útsendingu

Málfundafélagið Faxi í samstarfi við Reykjanesbæ og Víkurfréttir býður framboðum til sveitarstjórnarkosninga í Reykjanesbæ til framboðsfundar í Hljómahöll í kvöld, 2. maí, klukkan 19:30 til 22:00.

Sambærilegur fundur fór fram fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 2018 og þóttist heppnast vel. Sjö listar bjóða fram og má því búast við fjörugum umræðum.

Fundinum verður streymt á síðum Víkurfrétta en að sjálfsögðu eru gestir boðnir velkomnir í sal.

Málfundafélagið Faxi hefur starfað samfellt frá stofnun þess árið 1939. Faxi hefur látið til sín taka í málefnum sveitarfélagsins í gegnum tíðina og meðal annars gefið út samnefnt blað frá árinu 1940 þar sem áhersla er lögð á að varðveita söguna um menn og málefni svæðisins.