Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
mánudaginn 30. mars 2020 kl. 08:27

Frægasti hamborgarinn á Suðurnesjum - Pulsuvagninn fertugur

Frægasti og „elsti“ hamborgarinn í Keflavík er án efa svokallaður Villaborgari sem fæst á Pulsuvagninum í Keflavík. Á veirutímum rifjum við upp margt skemmtilegt eins og til dæmis heimsókn Sjónvarps Víkurfrétta á Pulsuvagninn.

Þar er rætt við Ingu Gústafsdóttur en hún og Vilberg Skúlason reka saman Pulsuvagninn sem er án efa ekki bara með frægasta hamborgarann á Suðurnesjum heldur er þekktasti skyndibitastaður á svæðinu. 

Vilberg hóf starfsemi með Pulsuvagninn 1. apríl 1980 og fagnar vagninn því 40 ára afmæli í þessari viku. Hér að neðan má sjá viðtal við Vilberg í Víkurfréttum 1983.