Fimmtudagur 9. maí 2019 kl. 20:30

Forsetaþáttur hjá Sjónvarpi Víkurfrétta

Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og Eliza Reid forsetafrú voru í opinberri heimsókn í Reykjanesbæ í tvo daga í síðustu viku. Víkurfréttir fylgdu forsetahjónunum hvert fótmál og skrásettu heimsóknina í máli og myndum. Síðasta verk forsetahjónanna í heimsókninni var að setjast niður með Víkurfréttum og úr varð áhugavert viðtal sem birt er í Suðurnesjamagasíni Víkurfrétta að þessu sinni.
 
Viðtalið var tekið á Nesvöllum í Reykjanesbæ og er skreytt með myndefni sem myndatökumenn Víkurfrétta tóku upp á þeim næstum 20 áfangastöðum sem Guðni og Eliza heimsóttu í Reykjanesbæ.