Flugeldasýning í háskerpu
Það viðraði með ágætum þegar flugeldasýningu Ljósanætur var skotið upp á laugardagskvöldið af Berginu í Keflavík. Sýningin þótti takast með ágætum og var með hefðbundnu sniði, þar sem flugeldar sprungu bæði hátt á himni og einnig í haffletinum.
Myndatökumaður Víkurfrétta tók upp myndskeið í háskerpu [4K] af flugeldasýningunni. Það er í spilaranum hér að ofan. Mögulega þarf að velja mestu gæði handvirkt.