Fimmtudagur 16. mars 2023 kl. 19:30

Flottur þáttur af Suðurnesjamagasíni

Það er flottur og fjölbreyttur þáttur af Suðurnesjamagasíni á dagskrá í þessari viku. Sjónvarpsmenn fóru víða í efnisöflun. Við vorum á kútmagakvöldi í Grindavík og tókum hús á söng- og tónlistarkonunni Marínu Ósk. Við ræðum einnig við Sölva Rúnar Vignisson um fuglaflensu. Þá sýnum við ykkur flott myndskeið um K64 og segjum frá safnahelgi sem er framundan á Suðurnesjum.
Suðurnesjamagasín er á dagskrá Hringbrautar og vf.is á fimmtudagskvöldum kl. 19:30.