Fimmtudagur 26. ágúst 2021 kl. 19:30

Flott og fjölbreytt Suðurnesjamagasín

Það er flottur og fjölbreyttur þáttur af Suðurnesjamagasíni í þessari viku.

Við förum suður í Garð og hittum þar fyrir félagsskap karla sem hafa merkt öll gömul hús í Út-Garðinum með myndarlegum upplýsingaskiltum.

Einnig er rætt við Þorvald Þórðarson prófessor í eldfjallafræði um eldsumbrot á Reykjanesskaganum.

Í þættinum er skoðað verkefnið Hughrif í bæ og við kynnum okkur Litlu bæjarhátíðina í Suðurnesjabæ.

Suðurnesjamagasín er á dagskrá Hringbrautar og vf.is á fimmtudagskvöldum kl. 19:30.