Fimmtudagur 28. febrúar 2019 kl. 20:30

Fjölbreyttur og áhugaverður þáttur af Suðurnesjamagasíni

- 850 starfsmenn í Bláa lóninu, slökkvibílar og nýjasta tækni í sýningum Rokksafnsins

Suðurnesjamagasín er á dagskrá Hringbrautar og vf.is öll fimmtudagskvöld kl. 20:30. Í þætti vikunnar kynnum við okkur vinnustaðinn Bláa lónið þar sem starfa um 850 manns og þar af er helmingur starfsfólks frá Suðurnesjum. Þjóðerni starfsmanna eru á fimmta tug en það er mikill fjársjóður fyrir vinnustaðinn.
 
Við förum á tvö söfn í þætti vikunnar. Annars vegar skoðum við Slökkviliðssafn Íslands á Fitjum og þá skoðum við nýjustu sýningartækni í Rokksafni Íslands. Safnið fékk nýsköpunar- og hvatningarverðlaun ferðaþjónustunnar á Reykjanesi í dag. Þá förum við á vetrarfund ferðaþjónustunnar og fáum aðra sýn á Reykjanesskagann.