Fimmtudagur 1. mars 2018 kl. 20:00

Fjölbreytt Suðurnesjamagasín frá Víkurfréttum

Suðurnesjamagasín er á dagskrá Hringbrautar í kvöld kl. 20:00. Það er fjölbreyttur þáttur í kvöld frá okkur sjónvarpsfólki Víkurfrétta.

Við kíkjum á bókasafnið í Reykjanesbæ þar sem mömmumorgnar njóta vinsælda.

Við ræðum einnig við akstursíþróttakonu, skoðum málverk frá Þingvöllum, kynnumst safnahelgi á Suðurnesjum og fáum að vita hver Mystery Boy er.

Þá er lokalag þáttarins frá 50 ára afmælistónleikum Kvennakórs Suðurnesja.
 
Suðurnesjamagasín er vikulegur þáttur úr smiðju Víkurfrétta. Þáttinn má sjá hér að ofan í háskerpu.