Fimmtudagur 8. desember 2022 kl. 19:29

Fjölbreytt og fróðlegt Suðurnesjamagasín

Suðurnesjamagasín vikunnar frá Sjónvarpi Víkurfrétta er bæði fjölbreytt og fróðlegt. Við hefjum þáttinn í Aðventugarðinum í Reykjanesbæ, sem opnaði formlega um síðust helgi. Við förum einnig til Grindavíkur þar sem verið var að skipa upp raðhúsum sem komu með flutningaskipi frá Eistlandi. Í Grindavík förum við einnig á fjörugan föstudag og höldum áfram þaðan sem frá var horfið í síðasta þætti.

Við tökum einnig hús á þeim Sævari Sævarssyni og Kjartani Mássyni. Sævar var að skrifa bók um Kjartan, sem er engin helvítis ævisaga. Þá er rætt við Valdimar Guðmundsson söngvara sem er að byrja tónleikaför um tíu kirkjur í landinu fram til jóla.

Suðurnesjamagasín er á dagskrá Hringbrautar og vf.is á fimmtudagskvöldum kl. 19:30. Þátturinn á sér langa sögu en fyrstu þættirnir fóru í loftið árið 2009. Síðan þá hafa verið framleiddir 423 þættir af Suðurnesjamagasíni sem sýndir hafa verið í sjónvarpi en þættirnir hafa verið vikulega á dagskrá Hringbrautar undanfarin ár.