Föstudagur 15. september 2023 kl. 09:48

Fjallahlaup, eldsumbrot og kósýmessa í Suðurnesjamagasíni

Það er myndarlegur þáttur af Suðurnesjamagasíni í þessari viku. Við hefjum þáttinn í fjallinu Þorbirni við Grindavík þar sem Klemenz Sæmundsson fagnaði sextugsafmæli sínu með því að hlaupa upp á topp fjallsins og aftur niður alls tuttugu sinnum. Þetta gera 60 km. af hlaupum. Allt um málið í þættinum.

Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði og bergfræði við Háskóla Íslands, segir að þó svo að eldgosin á Reykjanesskaga valdi ekki manntjóni þá geti þau valdið margskonar skaða sem hefur mikil áhrif á líf okkar. Hann segir að nú sé leikhlé í Fagradalseldum og annað gos sé líklegt á svæðinu nærri Keili. Hilmar Bragi tók hús á Þorvaldi og ræddi við hann um eldsumbrot á Reykjanesskaga. Glæsilegar myndir sem Jón Steinar Sæmundssson og Ingibergur Þór Jónasson tóku eru í þættinum.

Suðurnesjamagasín fer einnig í kósýmessu að Útskálum þar sem rætt er við séra Sigurð Grétar Sigurðsson, sóknarprest.

Suðurnesjamagasín Víkurfrétta er aðgengilegt á vef Víkurfrétta en þáttinn má einnig horfa á í gegnum Youtube og er þar aðgengilegur í öllum snjallsjónvörpum.