Fimmtudagur 30. september 2021 kl. 19:46

Ferðakaupstefna og Orgóber í Suðurnesjamagasíni

Það er áhugaverður þáttur af Suðurnesjamagasíni á dagskrá í þessari viku. Þuríður Aradóttir Braun, forstöðumaður Markaðsstofu Reykjaness, segir okkur frá ferðakaupstefnunni Vestnorden sem haldin verður í Reykjanesbæ á næstu dögum.

Við hittum einnig Arnór organista Vilbergsson sem segir okkur frá Orgóber í Keflavíkurkirkju. Þá skoðum við ný íþróttamannvirki í Reykjanesbæ.

Suðurnesjamagasín er á dagskrá Hringbrautar og vf.is á fimmtudagskvöldum kl. 19:30.