Fimmtudagur 27. október 2022 kl. 19:30

Fávitar, Finnland og ný tónlist í Suðurnesjamagasíni

Tvær Suðurnesjakonur, sem báðar eru áberandi á sínu sviði, eru gestir í Suðurnesjamagasíni sem er á dagskrá Hringbrautar á fimmtudagskvöld. Það eru þær Elíza Newman tónlistarkona og Sólborg Guðbrandsdóttir rithöfundur. Þær eru báðar að gefa út nýtt efni þessa dagana. Elíza með nýja plötu og Sólborg með þriðju bókina um Fávita.
Í þættinum förum við einnig til Finnlands með starfsfólki félagsmiðstöðva á Suðurnesjum sem fræddist um það hvernig Finnar haga sínum málum þegar kemur að ungmennum. Áhugaverður þáttur frá Suðurnesjum á fimmtudagskvöld.