Föstudagur 22. apríl 2022 kl. 15:16

Eldur í æðum Reykjanesskaga

Reykjanesskaginn er vaknaður. Eldgos byrjaði í Geldingadölum 19. mars í fyrra og stóð í sex mánuði. Í aðdraganda eldgossins voru jarðskjálftahrinur og m.a. mjög öflug hrina sem stóð í þrjár vikur fyrir gosið.

Suðurnesjamagasín um páskana var tileinkað eldsumbrotum og jarðhræringum á Reykjanesskaganum. Þátturinn er byggður á efni og viðtölum sem tekin hafa verið síðasta árið. M.a. er rætt við Þorvald Þórðarson prófessor í eldfjallafræði við Háskóla Íslands og Magnús Tuma Guðmundsson prófessor í jarðeðlisfræði við Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands. Einnig er sýnt frá upphafi gossins og rætt við fólk sem var á staðnum á fyrstu dögum gossins.