Mánudagur 21. október 2019 kl. 10:38

Dagskrárkynning: Inga fann ástina á Kýpur

- Sýnishorn úr dagskrá

Njarðvíkingurinn Inga Karlsdóttir fann ástina á Kýpur og hefur búið þar í 38 ár með eiginmanni og fjórum börnum. Hún hefur starfrækt grænmetisveitingastað með ágætum árangri, þar sem fyrstu uppskriftirnar komu úr matreiðslubók Hagkaups, Grænum kosti. Börnin hennar gætu alveg hugsað sér að flytja til Íslands en hún er ekki á leiðinni til Njarðvíkur í bráð.

Víkurfréttir heimsóttu Ingu til Kýpur og ræddu við hana um menninguna og lífið í landinu sem og hvernig heimamenn tóku grænmetisstaðnum hennar.

Í spilaranum hér að ofan er sýnishorn úr Suður með sjó, þætti sem er á dagskrá Hringbrautar og vf.is í kvöld, mánudagskvöld kl. 21:30.