Laugardagur 8. september 2018 kl. 13:47

Bræðslulykt af rúmfötunum

Þau Stefanía Helga Björnsdóttir og Kristján Jóhannsson voru fulltrúar 50 ára árgangsins í Árgangagöngunni sem fluttu ræðu á hátíðarsviði Ljósanætur og komu í viðtal við sjónvarpsmenn Víkurfrétta á Ljósanótt.
 
Í viðtalinu lýsa þau lífinu í Keflavík og Njarðvík á unglingsárum og hvernig finna mátti bræðslulykt af rúmfötunum þegar farið var að sofa á kvöldin. Þá var börnum og ungmennum ekki skutlað á milli staða, allir þurftu að labba! - Skemmtilegt viðtal í spilaranum hér að ofan.