Ritstjórn
Ritstjórn skrifar
fimmtudaginn 16. desember 2021 kl. 19:30

Bobba í Nesfiski og allt um strand Jamestown í Suðurnesjamagasíni

Suðurnesjamagasín er á dagskrá Hringbrautar og vf.is á fimmtudagskvöld kl. 19:30. Í þætti vikunnar eru viðfangsefnin tvö. Annars vegar er það strand Jamestown við Ósabotna í Höfnum árið 1881. Við ræðum við höfund bókarinnar um strand skipsins og tvo félaga í áhugafélagi um strandið.

Hins vegar er viðtal við Þorbjörgu Bergsdóttur, Bobbu, útgerðarkonu í Nesfiski í Garði. Hún hefur verið í rekstri útgerðar- og fiskvinnslu í rúma hálfa öld.

Þáttinn má nálgast í spilaranum hér að ofan.