Fimmtudagur 3. desember 2020 kl. 20:30

Blái Dusterinn og brosandi Súluverðlaunahafinn í Suðurnesjamagasíni

Þrátt fyrir rólega tíð hjá bílaleigum þá er Blue Car Rental með 43 starfsmenn um þessar mundir. Við ræðum við Þorstein Þorsteinsson framkvæmdastjóra fyrirtækisins í Suðurnesjamagasíni og hann segir okkur m.a. frá bláa Dusternum sem verður gefinn núna í jólamánuðinum.

Við tókum líka hús á Alexöndru Chernyshova, sem nýverið hlaut menningarverðlaun Reykjanesbæjar, Súluna. Hún lifir fyrir tónlistina eins og sjá má í skemmtilegu viðtali við hana.

Suðurnesjamagasín er á dagskrá Hringbrautar og vf.is kl. 20:30 á fimmtudagskvöldum.