Fimmtudagur 8. apríl 2021 kl. 21:00

Björgunarsveitir hafa borðað yfir 1000 pulsur í eldgosi

Björgunarsveitarfólk sem staðið hefur vaktina á gosstöðvunum í Fagradalsfjalli hefur borðað yfir 1000 pulsur frá því eldgosið kom upp fyrir um þremur vikum síðan. Þetta kemur fram í viðtali við félagskonur í Þórkötlu, slysavarnadeildinni í Grindavík, sem hafa séð um mötuneyti björgunarsveitanna síðustu vikur.

Þá segir Bogi Adolfsson, formaður í Björgunarsveitinni Þorbirni í Grindavík, að börnin hans vildu helst að jarðskjálftarnir byrjuðu bara aftur því þá væri pabbi meira heima. Bogi og konurnar í Þórkötlu eru gestir Suðurnesjamagasíns á Hringbraut og vf.is í kvöld, fimmtudagskvöld, kl. 21:00.

Þáttur vikunnar er allur tileinkaður Grindavík því við heimsækjum einnig 19 ára Grindvíking, Unni Guðrúnu, sem er að gefa út ljóðabók og styrkir um leið gott málefni.
Ekki missa af Suðurnesjamagasíni vikunnar.