Fimmtudagur 7. október 2021 kl. 19:30

Bjartir tímar í ferðaþjónustu á Suðurnesjum

Það eru bjartir tímar framundan í ferðaþjónustu á Suðurnesjum. Það er meðal þess sem kom fram eftir ferðakaupstefnuna Vestnorden sem haldin var í Reykjanesbæ í vikunni. Sjónvarpsmenn Víkurfrétta kíktu í Hljómahöllina og tóku púlsinn á ferðaþjónustunni.

Lestrarupplifunin Skólaslit er komin af stað í Reykjanesbæ, Suðurnesjabæ og Sveitarfélaginu Vogum. Við heyrðum í Ævari Þór Benediktssyni rithöfundi sem skrifar hrollvekjuna sem er að gera góða hluti á miðstigi í grunnskólum svæðisins.

Suðurnesjamagasín er á dagskrá vf.is og Hringbrautar á fimmtudögum kl. 19:30 og þátturinn lifir áfram á vef Víkurfrétta í gegnum Youtube-rás Sjónvarps Víkurfrétta.