Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
laugardaginn 22. maí 2021 kl. 09:41

Bestu ár Tomma hamborgarakóngs voru í Grindavík og Keflavík var eins og erlendis

Tómas Tómasson, oftast kenndur við Tommaborgara og nú síðast Hamborgarabúlluna, hefur komið víða við í veitingarekstri á undanförnum áratugum. Það eru ekki allir sem vita að Tómas hóf sinn starfsferil í veitingamennsku á Suðurnesjum. Hann byrjaði í gömlu flugstöðinni á Keflavíkurflugvelli, þar sem hann lærði til kokks. Svo segist hann hafa átt sín bestu ár í Grindavík þegar hann rak félagsheimilið Festi í nokkur ár. Við hittum Tomma þegar hann kíkti við á Búllunni í Reykjanesbæ á dögunum en Tommi er ekki óvanur því að selja Suðurnesjamönnum hamborgara.