Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
miðvikudaginn 8. nóvember 2023 kl. 19:00

Bein útsending frá upplýsingafundi vegna jarðhræringa

Hér geta lesendur Víkurfrétta horft á beina útsendingu frá upplýsingafundi vegna jarðhræringa á Reykjanesskaganum. Fundurinn fer fram í Stapa í Hljómahöll og hefst kl. 20:00. Útsendingin verður í spilaranum hér að ofan.

Fulltrúar frá Almannavarnardeild Ríkislögreglustjóra, Veðurstofunni, HS orku, HS Veitum munu vera með framsögu og gefst fundargestum tækifæri til að spyrja spurninga í lok fundar.

Dagskrá;

  • Kristín Jónsdóttir, deildarstjóri og jarðskjálftafræðingur á Veðurstofunni
  • Kristinn Harðarson, framkvæmdastjóri framleiðslu hjá HS Orku
  • Páll Erland, forstjóri HS Veitna
  • Víðir Reynisson, sviðstjóri almannavarna hjá Ríkislögreglustjóra
  • Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra
  • Hulda Ragnheiður Árnadóttir, framkvæmdastjóri Náttúruhamfaratrygginga Íslands

Frummælendur sitja í pallborði ásamt Úlfari Lúðvíkssyni lögreglustjóra Suðurnesja, Otta Sigmarssyni formanni Landsbjargar og Ara Guðmundssyni verkfræðingi hjá Verkís og svara spurningum úr sal.

Magdalena Filimonow flytur útdrátt á pólsku.

Fundarstjóri, Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar.