Fimmtudagur 30. mars 2023 kl. 19:30

Ballskák, aflabrögð og Janko í Suðurnesjamagasíni

Víkurfréttabikarinn í ballskák fór fram í síðustu viku þegar eldri borgarar á Suðurnesjum kepptu um þennan bikar í fyrsta skipti. Við vorum þar með myndavélarnar og afraksturinn má sjá í Suðurnesjamagasíni vikunnar á Hringbraut og vf.is. Þátturinn er frumsýndur á fimmtudagskvöld kl. 19:30.

Í þættinum förum við einnig á bryggjuna í Sandgerði og tökum á móti Benna Sæm GK þegar hann kom í land í vikunni. Við ræddum við skipstjórann og kíkjum einnig í vinnsluna sem vinnur kolann sem dragnótabáturinn kemur með að landi.

Í síðari hluta þáttarins tökum við hús á Grindvíkingum sem hafa skemmtilega sögur að segja.