Laugardagur 3. febrúar 2018 kl. 14:45

Bæta við aukatónleikum um söngvaskáld

- sjónvarpsinnslag um Söngvaskáld á Suðurnesjum.

Verkefnið um Söngvaskáld á Suðurnesjum hefur vakið talsverða athygli og tónleikadagskráin hefur verið vel sótt. Uppselt er á tónleika Söngvaskálda á Suðurnesjum um Rúnar Júlíusson og hefur af þeim sökum verið bætt við aukatónleikum miðvikudaginn 7. febrúar kl. 20:00.
 
Suðurnesjamagasín tók hús á Arnóri Vilbergssyni, tónlistarstjóra sýningarinnar, og ræddi við hann um verkefnið.