Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
laugardaginn 28. september 2019 kl. 10:28

Áskoranir í þrekgöngu slökkviliðsmanna

Jón Guðlaugsson slökkviliðsstjóri Brunavarna Suðurnesja tók þátt í vísindalegri tilraun með reykköfunartæki fyrir 43 árum síðan. Hann skokkaði og hljóp rúma tvo kílómetra með tuttugu kílóa búnað og búning reykkafara.

Sigurður varaslökkviliðsstjóri og Haraldur slökkviliðsstjóri á Austurlandi tóku áskorun um að fara sömu leið. Sjónvarpsmenn Víkurfrétta fylgdust með áskoruninni.