Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
mánudaginn 23. mars 2020 kl. 11:00

Alexandra syngur Ave María

Söngkonan og tónlistarkennarinn Alexandra Chernyshova lætur ekki sitt eftir liggja á veirutímum og söng hið magnaða lag Ave María og spilaði undir sjálf í bíósal Duus Safnahúsa í Reykjanesbæ. Eiginmaður hennar, Jón Hilmarsson tók flutninginn upp og póstaði honum á Youtube og Facebook með kærleikskveðju.

Alexandra hefur undanfarin ár m.a. Staðið að áramótatónleikum í Ytri-Njarðvíkurkirkju með Rúnari Guðmundssyni og fleirum. Þetta er allt hægt að sjá á Youtube síðu hennar