Mánudagur 9. júlí 2018 kl. 10:00

Ætlar að vinna í allt sumar

Sunna Líf Zan Bergþórsdóttir er starfsmaður vikunnar. Sunna er 17 ára og vinnur hjá Nóa Síríus. Í myndbandinu hér fyrir ofan er sjáum við hvernig hefðbundinn dagur hjá henni er.

 

Hvar vinnur þú?

Hjá Nóa Siríus

 

Hvað ertu búin að vinna þarna lengi?

Síðan í lok maí

 

Hvernig fékkstu vinnuna?

Í gegnum vinkonu mömmu minnar

 

Hvað gerir þú í vinnunni?

Ég er sölumaður hjá Nóa Síríus, fer á milli búða og panta vörur

 

Hvað ertu gömul?

17 ára

 

Ertu bara að vinna í sumar eða ætlarðu að vinna í vetur?

Ég ætla líka að vinna í vetur

 

Ætlarðu að vinna í allt sumar eða ferðu í eitthvað frí?

Ég ætla að vinna í allt sumar

 

Hvað ætlarðu að gera við peninginn?

Ég ætla að spara

 

Hver er draumavinnan?

Ég er ekki alveg búin að ákveða mig ennþá