Fimmtudagur 2. mars 2023 kl. 19:30

86 ára skíðakappi, uppbrotsdagur í FS og tónar frá sálumessu í Suðurnesjamagasíni

Það er flottur þáttur framundan af Suðurnesjamagasíni. Við skellum okkur á skíði með Hilmari R. Sölvasyni. Hann er 86 ára en aldurinn er afstæður í skíðabrekkunni og í líkamsræktinni í Sporthúsinu þar sem Hilmar æfir hjá Freyju þrisvar í viku.
Við kíkjum á uppbrotsdag í Fjölbrautaskóla Suðurnesja og gerumst einnig menningarleg. Förum á sálumessu eftir Verdi og á Suðurnesja Svakasýn.
Suðurnesja Svakasýn ... nei magasín ... er á dagskrá Hringbrautar og vf.is á fimmtudagskvöldum kl. 19:30. Popp ekki nauðsynlegt en eykur á stemmninguna við áhorfið.