Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
laugardaginn 27. mars 2021 kl. 10:17

„Magnað að sjá hraunflæðið liðast áfram í ljósaskiptunum eins og blóð í æðum“

segir Jón R. Hilmarsson, ljósmyndari úr Reykjanesbæ

„Það er magnað að sjá hraunflæðið liðast áfram í ljósaskiptunum eins og blóð í æðum.Það er einnig gaman að fylgjast með breytingunum sem verða á landinu með þessu eldgosi, alltaf eitthvað nýtt að sjá og mynda. Krafturinn sem fylgir þessu er dáleiðandi og appelsínuguli liturinn á glóðheitu hraunin er eitthvað sem maður þekkir ekki,“ segir Jón Rúnar Hilmarsson, ljósmyndari úr Reykjanesbæ en hann var mættur í Geldingadali fljótlega eftir að gos hófst en fór aftur síðasta miðvikudag.

Jón hefur klippt saman myndskeið og hér í fréttinni smá sjá þau bæði. Það fyrra myndaði hann á laugardag en það seinna síðasta miðvikudag, á fimmta degi goss. Það er áhugavert að sjá stærðarmuninn og líklegt að dalirnir munu fyllast fyrr en seinna og hraunið leita út fyrir Geldingadali.