Systurnar sáu um Selfoss
Grindavík vann Selfoss með tveimur mörkum gegn einu í níundu umferð Lengjudeildar kvenna í knattspyrnu.
Eftir sigurinn situr Grindavík í fjórða sæti Lengjudeildarinnar með þrettán stig eftir níu leiki.
Grindavík - Selfoss 2:1
Það var Ása Björg Einarsdóttir sem kom Grindavík yfir snemma leiks (6’) en Selfyssingar jöfnuðu um tíu mínútum síðar (17’).
Staðan jöfn í hálfleik en eftir um tíu mínútna leik í seinni hálfleik skoraði Dröfn Einarsdóttir, systir Ásu, og tryggði Grindavík sigurinn.

Petra Rós Ólafsdóttir tók meðfylgjandi myndir úr leiknum. Fleiri myndir eru neðst á síðunni.