Flugger
Flugger

Íþróttir

Systurnar sáu um Selfoss
Sigurmarkinu fagnað.
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
miðvikudaginn 3. júlí 2024 kl. 10:00

Systurnar sáu um Selfoss

Grindavík vann Selfoss með tveimur mörkum gegn einu í níundu umferð Lengjudeildar kvenna í knattspyrnu.

Eftir sigurinn situr Grindavík í fjórða sæti Lengjudeildarinnar með þrettán stig eftir níu leiki.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Grindavík - Selfoss 2:1

Það var Ása Björg Einarsdóttir sem kom Grindavík yfir snemma leiks (6’) en Selfyssingar jöfnuðu um tíu mínútum síðar (17’).

Staðan jöfn í hálfleik en eftir um tíu mínútna leik í seinni hálfleik skoraði Dröfn Einarsdóttir, systir Ásu, og tryggði Grindavík sigurinn.

Systurnar Dröfn og Ása Björg sáu um að skora mörk Grindvíkinga.

Petra Rós Ólafsdóttir tók meðfylgjandi myndir úr leiknum. Fleiri myndir eru neðst á síðunni.

Grindvík - Selfoss (2:1) | Lengjudeild kvenna 30. júní 2024 (Myndir/Petra Rós)