JS Campers
JS Campers

Fréttir

Reykjanesbær hlýtur viðurkenningu  Jafnvægisvogarinnar 2022
Mánudagur 14. nóvember 2022 kl. 14:37

Reykjanesbær hlýtur viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar 2022

Reykjanesbær hlaut viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar sem er hreyfiaflsverkefni FKA (Félags kvenna í atvinnurekstri) en hún var afhent 12. október. 

Viðurkenningin var afhent á ráðstefnunni sem félagið stóð fyrir og bar heitið „Jafnrétti er ákvörðun“. Þar kynnti Eliza Reid, forsetafrú, viðurkenningarhafa Jafnvægisvogarinnar en það eru þeir þátttakendur sem hafa náð að jafna kynjahlutfall í efsta lagi stjórnunar (framkvæmdastjórn). Auk Reykjanesbæjar hlutu 59 fyrirtæki, ellefu opinberir aðilar og fimm sveitarfélög viðurkenningu.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Þetta er í annað sinn sem Reykjanesbær hlýtur þessa viðurkenningu. „Þetta er mikilvæg viðurkenning fyrir okkur og er einn liður í jafnréttisstarfi okkar hjá Reykjanesbæ. Jafnrétti er ákvörðun,“ sagði Kristinn Óskarsson, mannauðsstjóri, sem tók við viðurkenningunni fyrir hönd Reykjanesbæjar. Bláa lónið og HS veitur eru meðal fyrirtækja sem fengu sömu viðurkenningu í ár.