Flugger
Flugger

Fréttir

Landris í Svartsengi heldur áfram með auknum hraða
Bylgjuvíxlmynd (InSAR) fyrir tímabilið 13. til 25. júní sýnir að aflögun á þessu tímabili er um 3-4 cm þar sem hún er mest. Myndin er byggð á gögnum frá gervitunglinu Sentinel-1. Hraun frá Fagradalsfjalli og Sundhnúksgígum eru afmörkuð með hvítum útlínum.
Föstudagur 28. júní 2024 kl. 12:15

Landris í Svartsengi heldur áfram með auknum hraða

Nýjustu aflögunarmælingarnar (bæði GNSS og InSAR gervitunglamyndir) sýna að landrisið undir Svartsengi heldur áfram. Hraði landrisins jókst eftir að gosi lauk og er nú orðin meiri en það sem mældist fyrir gosið sem hófst 29. maí. Hraða aflögunar má túlka sem að kvikuinnstreymi inn í kvikuhvolfið á 4-5 km dýpi haldi áfram. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands.

Með þessar forsendur að leiðarljósi má gera ráð fyrir að kerfið muni haga sér á svipaðan hátt og áður og að nýtt kvikuinnskot og/eða eldgos muni eiga sér stað á ný á Sundhnúkssvæðinu á næstu vikum. Frá og með deginum í dag er erfitt að sjá fyrir með vissu hvernig ástandið mun þróast. Gögnum sem safnað verður á næstu dögum/vikum munu hjálpa til við að meta stöðuna og hugsanlega við að skilja breytingar og þróun innan kvikukerfisins.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024