Flugger
Flugger

Fréttir

Friðrik dró fánann að húni í Reykjanesbæ
Friðrik Georgsson (t.h.) og Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri. VF/Hilmar Bragi
Mánudagur 17. júní 2024 kl. 17:44

Friðrik dró fánann að húni í Reykjanesbæ

Það kom í hlut Friðriks Georgssonar, rafvélavirkjameistara, að draga þjóðhátíðarfánann að húni í skrúðgarðinum í Keflavík í dag. Friðrik er áttræður á þessu ári og því jafnaldri lýðveldisins Íslands. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri flutti honum þakkarorð.Setningarræða dagsins var í höndum Guðnýjar Birnu Guðmundsdóttur, forseta bæjarstjórnar.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024
Eva Margrét Falsdóttir, nýstúdent, var í hlutverki fjallkonu og flutti ættjarðarljóð.Ræðu dagsins flutti svo Böðvar Jónsson, framkvæmdastjóri. Hann sat sem bæjarfulltrúi í 24 ár í bæjarstjórn Reykjanesbæjar og á að baki flesta bæjarstjórnarfundi þar.

Það var bæði fjölmennt og góðmennt í skrúðgarðinum í dag. Þarna má m.a. sjá Sólveigu Þórðardóttur, heiðursborgara í Reykjanesbæ.


Lögreglan fékk góðan liðsauka í skrúðgarðinum í dag þegar hann Silli aðstoðaði laganna verði.


Það er ekki 17. júní nema Karlakór Keflavíkur taki þjóðsönginn!

17. júní 2024 í Reykjanesbæ