Nettó
Nettó

Fréttir

Bifreið brann í Garðinum
Þriðjudagur 8. janúar 2019 kl. 18:23

Bifreið brann í Garðinum

Slökkvilið Brunavarna Suðurnesja var kallað út nú undir kvöld vegna bruna í Garði. Eldur kom upp í bifreið við Iðngarða í Garði. Bíllinn stóð nokkra metra frá húsvegg en ekki var talin hætta á að eldur bærist í húsið.
 
Slökkviliðsmenn voru fljótir að ráða niðurlögum eldsins. Viðbúnaður var þó nokkur því tvö misvísandi útköll bárust og ekki strax ljóst að um sama brunann var að ræða.
Ljósmyndastofa Oddgeirs
Ljósmyndastofa Oddgeirs