Útlit fyrir hagnað á þessu ári
Gert er ráð fyrir hagnaði á þessu ári hjá Sæbýli. Miklar breytingar eru í gangi hjá fyrirtækinu en í september nk. verður tekið í notkun nýtt gróðurhús sem fimmfaldar framleiðsugetu fyrirtækisins á ungviði. Að sögn framkvæmdastjóra Sæbýlis, Jóns Gunnarssonar lítur árið vel út fyrir fyrirtækið.
Sæbýli hf. var stofnað af Ásgeiri Guðnasyni, Agnari Steinarssyni og Sigurgeiri Brynjari Kristgeirssyni árið 1993 en ári seinna var laxeldisstöð Vogalax í Vogum keypt. Síðan þá hefur fyrirtækið vaxið og dafnað en í ár er í fyrsta skipti von á hagnaði hjá Sæbýli. Stofndýr Sæbýlis voru flutt til landsins af Ingvari Nielssyni frá Kaliforníu og eru 17 ára gömul
Japanskt fyrirtæki stærsti hluthafinn
Framleiðslugeta fyrirtækisins verður 5 milljón dýr á ári eftir stækkun, en helmingur þeirra mun verða notaður til áframeldis og helmingur seldur úr landi. Ráðgert er að selja ungviði til Chile, Mexikó og Suður-Afríku til áframeldis. Sæbýli hefur þar gott forskot á önnur fyrirtæki sem bjóða ungviði til sölu því hjá fyrirtækinu hafa verið stundaðar markvissar kynbætur á eldisstofni til að auka vöxt eldisdýranna í þrjú ár. Fullvaxin dýr eru hinsvegar seld til Japan þar sem þau enda sem dýrustu réttir á matseðli lúxus veitingarhúsa. Uppeldisskilyrði til ræktunar sæeyrna er mjög góð hér á landi en sjúkdóma er ekki að finna hér auk þess sem helstu skilyrði til ræktunar eru hreinn og volgur sjór. Sæbýli fær 11°C heitan sjó úr borholum sínum þannig að ekki er mjög kostnaðarsamt að hita hann upp um nokkrar gráður til að ná kjörhita fyrir sæeyrun, þannig að þau þrífist sem best. Á síðasta ári voru 16 tonn seld til Japan en gert er ráð fyrir 26 tonna sölu á þessu ári. Eins og áður sagði er helsti markaður fyrirtækisins í Japan en þaðan kemur einnig stærsti hluthafinn í fyrirtækinu en það er alþjóðlega fyrirtækið CBC Ltd.
Vinsæll og dýr matur í Japan
CBC hefur verið hluthafi í Sæbýli frá 1995. Aðalstöðvar fyrirtækisins eru í Japan og á stjórnarfundi í síðustu viku voru mættir þrír fulltrúar fyrirtækisins frá Bretlandi. Velta fyrirtækisins nemur 2 milljörðum dollara en fyrirtækið er hluthafi í hinum ýmsu fyrirtækjum um heim allan. CBC leitar að fyrirtækjum um allan heim sem hafa eitthvað nýtt fram að bjóða sem gæti reynst gróðavænlegt í framtíðinni. Að sögn Hidekazu Atarashi, framkvæmdastjóra CBC Europe, eru sæeyru vinsæll og dýr matur í Japan. Ein af aðalástæðunum fyrir því að CBC fjárfesti í Sæbýli er sú að skilyrði hér eru mjög góð. Íslendingar hafa hinsvegar ekki komist upp á lagið með að borða sæeyru. Að sögn Jóns tók það hann smá tíma að venjast bragðinu sem er ekki hægt að líkja við neitt annað.
Sæbýli teygir sig út fyrir landssteinana
Gert er ráð fyrir enn frekari stækkun á næstu árum og líklegt að fyrirtækið leiti út fyrir landssteinana. Samningaviðræður standa nú yfir við kanadískt fyrirtæki um stofnun sæeyrnaeldis þar í landi. „Viðræðum lýkur sennilegast í ágúst á þessu ári en Sæbýli verður helmingseignaraðili að fyrirtækinu“, segir Jón Gunnarsson, framkvæmdastjóri og bætir við að þekkingin sé það sem Sæbýli kemur með í búskapinn. Jón hélt nú fyrir skömmu til Japans þar sem hann heimsótti viðskiptavini fyrirtækisins og kynnti sér geymsluaðferðir Japana sem eru vægast sagt ólíkar íslenskum aðferðum. Japanskir viðskiptavinir Sæbýlis eru afar ánægðir með gæði framleiðslunnar og ekki er unnt að anna eftirspurn eftir framleiðslunni.
Fólk stelur fiski í soðið
Á stjórnarfundi var einnig rætt um stækkun sandhverfueldis. Sæbýli hefur ræktað sandhverfu í hálft annað ár og fyrsti fiskurinn hefur verði seldur. Stækkunin er í skoðun í samvinnu við Íslenska Nýsköpun ehf. og verður bráðlega sótt um leyfi til sjávarútvegsráðuneytisins um innflutning sandhverfuhrogna/seiða frá Frakklandi. Sandhverfan hefur aðallega verið seld til veitingahúsa hérlendis en einnig hafinn útflutningur til Evrópu. Talsverður skortur er á sandhverfu til undaneldis á Íslandi en hún er meðal dýrustu flatfisktegunda í Evrópu. Nokkuð hefur borið á því að fólk laumist í sandhverfukerin og ræni sér fiski í soðið. „Þetta er náttúrulega mjög slæmt og má líkja við það að fólk laumaðist inn í girðingu hjá bónda og stæli sér lambi í soðið“, segir Jón og bætir við að fyrirtækið hafi nú aukið mjög allt eftirlit með svæðinu og muni neyðast til að grípa til aðgerða til að stöðva þennan stuld ef framhald verður á.
Stöðugt og gott starfsfólk
Starfsmenn Sæbýlis eru nú 12 en hægt er að reikna með að sá fjöldi tvöfaldist á næstu tveimur árum. Starfsmennirnir hafa flestir starfað lengi hjá fyrirtækinu en að sögn Jóns byggir fyrirtækið m.a. starfsemi sína á stöðugu og góðu vinnuafli. Veiðar á sandhverfu og sæeyrum hafa dregist mjög saman á undanförnum árum og því er mikilvægt að halda uppi stöðugu og vaxandi eldi. Hluthafar í Sæbýli eru 28 en stærstur er CBC í Japan með 30 % hlutafjár en næst kemur Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins með 21%. Heildar hlutafé fyrirtækisins er 36.700.000 kr að nafnverði, en sölugengi bréfanna hefur verið 7,5 í síðustu sölum. Heildar virði hlutafjárins er því 275.000.000 kr ef miðað er við síðasta gengi.
Sæbýli hf. var stofnað af Ásgeiri Guðnasyni, Agnari Steinarssyni og Sigurgeiri Brynjari Kristgeirssyni árið 1993 en ári seinna var laxeldisstöð Vogalax í Vogum keypt. Síðan þá hefur fyrirtækið vaxið og dafnað en í ár er í fyrsta skipti von á hagnaði hjá Sæbýli. Stofndýr Sæbýlis voru flutt til landsins af Ingvari Nielssyni frá Kaliforníu og eru 17 ára gömul
Japanskt fyrirtæki stærsti hluthafinn
Framleiðslugeta fyrirtækisins verður 5 milljón dýr á ári eftir stækkun, en helmingur þeirra mun verða notaður til áframeldis og helmingur seldur úr landi. Ráðgert er að selja ungviði til Chile, Mexikó og Suður-Afríku til áframeldis. Sæbýli hefur þar gott forskot á önnur fyrirtæki sem bjóða ungviði til sölu því hjá fyrirtækinu hafa verið stundaðar markvissar kynbætur á eldisstofni til að auka vöxt eldisdýranna í þrjú ár. Fullvaxin dýr eru hinsvegar seld til Japan þar sem þau enda sem dýrustu réttir á matseðli lúxus veitingarhúsa. Uppeldisskilyrði til ræktunar sæeyrna er mjög góð hér á landi en sjúkdóma er ekki að finna hér auk þess sem helstu skilyrði til ræktunar eru hreinn og volgur sjór. Sæbýli fær 11°C heitan sjó úr borholum sínum þannig að ekki er mjög kostnaðarsamt að hita hann upp um nokkrar gráður til að ná kjörhita fyrir sæeyrun, þannig að þau þrífist sem best. Á síðasta ári voru 16 tonn seld til Japan en gert er ráð fyrir 26 tonna sölu á þessu ári. Eins og áður sagði er helsti markaður fyrirtækisins í Japan en þaðan kemur einnig stærsti hluthafinn í fyrirtækinu en það er alþjóðlega fyrirtækið CBC Ltd.
Vinsæll og dýr matur í Japan
CBC hefur verið hluthafi í Sæbýli frá 1995. Aðalstöðvar fyrirtækisins eru í Japan og á stjórnarfundi í síðustu viku voru mættir þrír fulltrúar fyrirtækisins frá Bretlandi. Velta fyrirtækisins nemur 2 milljörðum dollara en fyrirtækið er hluthafi í hinum ýmsu fyrirtækjum um heim allan. CBC leitar að fyrirtækjum um allan heim sem hafa eitthvað nýtt fram að bjóða sem gæti reynst gróðavænlegt í framtíðinni. Að sögn Hidekazu Atarashi, framkvæmdastjóra CBC Europe, eru sæeyru vinsæll og dýr matur í Japan. Ein af aðalástæðunum fyrir því að CBC fjárfesti í Sæbýli er sú að skilyrði hér eru mjög góð. Íslendingar hafa hinsvegar ekki komist upp á lagið með að borða sæeyru. Að sögn Jóns tók það hann smá tíma að venjast bragðinu sem er ekki hægt að líkja við neitt annað.
Sæbýli teygir sig út fyrir landssteinana
Gert er ráð fyrir enn frekari stækkun á næstu árum og líklegt að fyrirtækið leiti út fyrir landssteinana. Samningaviðræður standa nú yfir við kanadískt fyrirtæki um stofnun sæeyrnaeldis þar í landi. „Viðræðum lýkur sennilegast í ágúst á þessu ári en Sæbýli verður helmingseignaraðili að fyrirtækinu“, segir Jón Gunnarsson, framkvæmdastjóri og bætir við að þekkingin sé það sem Sæbýli kemur með í búskapinn. Jón hélt nú fyrir skömmu til Japans þar sem hann heimsótti viðskiptavini fyrirtækisins og kynnti sér geymsluaðferðir Japana sem eru vægast sagt ólíkar íslenskum aðferðum. Japanskir viðskiptavinir Sæbýlis eru afar ánægðir með gæði framleiðslunnar og ekki er unnt að anna eftirspurn eftir framleiðslunni.
Fólk stelur fiski í soðið
Á stjórnarfundi var einnig rætt um stækkun sandhverfueldis. Sæbýli hefur ræktað sandhverfu í hálft annað ár og fyrsti fiskurinn hefur verði seldur. Stækkunin er í skoðun í samvinnu við Íslenska Nýsköpun ehf. og verður bráðlega sótt um leyfi til sjávarútvegsráðuneytisins um innflutning sandhverfuhrogna/seiða frá Frakklandi. Sandhverfan hefur aðallega verið seld til veitingahúsa hérlendis en einnig hafinn útflutningur til Evrópu. Talsverður skortur er á sandhverfu til undaneldis á Íslandi en hún er meðal dýrustu flatfisktegunda í Evrópu. Nokkuð hefur borið á því að fólk laumist í sandhverfukerin og ræni sér fiski í soðið. „Þetta er náttúrulega mjög slæmt og má líkja við það að fólk laumaðist inn í girðingu hjá bónda og stæli sér lambi í soðið“, segir Jón og bætir við að fyrirtækið hafi nú aukið mjög allt eftirlit með svæðinu og muni neyðast til að grípa til aðgerða til að stöðva þennan stuld ef framhald verður á.
Stöðugt og gott starfsfólk
Starfsmenn Sæbýlis eru nú 12 en hægt er að reikna með að sá fjöldi tvöfaldist á næstu tveimur árum. Starfsmennirnir hafa flestir starfað lengi hjá fyrirtækinu en að sögn Jóns byggir fyrirtækið m.a. starfsemi sína á stöðugu og góðu vinnuafli. Veiðar á sandhverfu og sæeyrum hafa dregist mjög saman á undanförnum árum og því er mikilvægt að halda uppi stöðugu og vaxandi eldi. Hluthafar í Sæbýli eru 28 en stærstur er CBC í Japan með 30 % hlutafjár en næst kemur Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins með 21%. Heildar hlutafé fyrirtækisins er 36.700.000 kr að nafnverði, en sölugengi bréfanna hefur verið 7,5 í síðustu sölum. Heildar virði hlutafjárins er því 275.000.000 kr ef miðað er við síðasta gengi.