Hvala- og höfrungaskoðun á Suðurnesjum
Á síðustu árum hefur mikill vöxtur verið í ferðaþjónustu á Suðurnesjum og fyrirtækjum sem bjóða upp á þjónustu og afþreyingu fyrir ferðamenn, hefur fjölgað. Nú er orðið vinsælt, bæði hjá erlendum ferðamönnum og Íslendingum, að bregða sér í siglingu með hvalaskoðunarbátum. Einnig er hægt að fá lánaða stöng og renna fyrir fisk, og/eða halda glæsilega veislur innanborðs.Frí ferð ef ekkert sést
Höfrunga- og hvalaskoðun, sem er með sjóferðirnar á Moby Dick, er nú að byrja 8. árið með hvala-, sjóstangveiði- og skoðunarferðir. Davíð Þór Ólafsson, Helga Ingimundardóttir og Baldur Konráðsson eiga skipið Moby Dick sem var keypt í desember á síðasta ári. Áður var Höfrunga- og hvalaskoðun með bátana, Andreu og Lindu á leigu. Nýja skipið er heitir Moby Dick hefur verið notað sem hvalaskoðunarskip um árabil.Skipið þjónaði áður sem farþegaskip og var lengst af Djúpbáturinn á Ísafirði eða frá 1963 og bar þá nafnið Fagranesið og á sér langa sögu. Skipið fer oftast frá Keflavík, en breytir um höfn eftir því hvar sjólag er hagstæðast miðað við veður. Reglulegar ferðir hefjast í apríl og standa út október á hverju ári. Höfrunga- og hvalaskoðun eru nú elsta starfandi hvalaskoðun á Íslandi.
„Við bjóðum uppá sjóstöng, hvalaskoðun, samkomur, veislur o.fl“, segir Helga Ingimundardóttir, einn eigenda skipsins. Moby Dick getur tekið 94 farþega og er búið stórum sal með föstum borðum og bekkjum. Útsýni er gott af efra og neðra dekki og af hvalbak. Um borð geta farþegar keypt sér hressingu og minjagripi.
Í hverri ferð er boðið upp á vanan leiðsögumann. Þýskir, skandinavískir, ítalskir, enskir og jafnvel franskir hópar fá leiðsögn á sínu eigin tungumáli í ferðunum. Undanfarin 4 ár hefur m.a. sjávarlíffræðingur verið með leiðsögn um borð og verður engin undantekning á því í sumar.
Mest er siglt inn í Garðsjó og þaðan í norður eða austur af skaganum. Undanfarin 7 ár hefur sést til höfrunga eða hvala í 90 - 97% af ferðum frá vori fram á vetur. Í ferðunum sést alltaf mikið af sjófugli, s.s. fýll, rita, svartbakur, lundi, súla, kjói o.fl. sem sumir hverjir sjást aldrei á landi.
„Fólk alltaf ánægt með ferðirnar þegar dýrin sýna sig. Stökkvandi höfrungar og hnúfubakar með bægslagang, eða jafnvel torfa af háhyrningum vekja mikla ánægju. Og þó að ekkert sjáist er
mjög nauðsynlegt að leiðsögn sé í góðum höndum, þá er ferðin samt eftirminnileg sem
útsýnisferð og fuglaskoðun“, segir Helga og bætir við að ef ekkert sést í fyrstu ferð fær fólk aðra ferð fría. Undanfarin ár hefur Höfrunga- og hvalskoðun styrkt skógrækt með peningagjöfum til Skógræktarfélags Suðurnesja.
Sjóstangaveiðiferðir eru alltaf mjög skemmtilegar og fá farþegar alltaf eitthvað í soðið. Vinahópar og félagshópar eru aðal uppistaðan í slíkum ferðum sem hafa vakið mikla lukku. Hægt er að grilla aflann og hafa eftirminnilega veislu á lygnum kvöldsjónum við miðnætursól.
Bókanir fyrir sumarið lofa góðu og getur fólk hringt og bókað í síma 421-7777.
Hvalaskoðun og skemmtiferðir frá Reykjavík
Hvalstöðin ehf fékk nýlega til landsins nýtt og glæsilegt hvalaskoðunar- og skemmtiferðaskip. Skipið er tvíbolungur (katamaran) og er þar af leiðandi mjög stöðugt í sjó og fer vel með farþegana.
Hafsúlan verður gerð út frá Reykjavík, en þar sem ganghraðinn er 23 mílur er athafnasvæði skipsins allt Faxaflóasvæðið. Hvalstöðin er því komin með útibú í Reykjavík og stefnt er að því að fyrirtækið verði með annan fótinn í Keflavík. Hafsúlan verður í föstum áætlunarferðum á hvalaskoðunarslóðir og siglir daglega kl. 10:30 frá Reykjavíkurhöfn. Hver ferð tekur 2,5-3 tíma og sést til hvala í flestum ferðum. Ef ekki sést til hvala er fólki boðið að fara í aðra ferð frítt, þegar því hentar. Yfir sumartímann eru það mest útlendir ferðamenn sem sækja í þessar ferðir en að undanförnu hafa Íslendingar sótt meira í þessar ferðir.
Hafsúlan tekur 150 farþega og er búið glæsilegum veitingasal sem tekur um 110 farþega til borðs. Ofan þilja er rúmgott útsýnissvæði þar sem hægt er að njóta útsýnisins. Starfsmannahópar, klúbbar og félagasamtök hafa tekið samstarfi Hafsúlunnar og SBK vel. Hægt er að tvinna saman skoðunar- og skemmtiferð í rútu og siglingu með veislumat. Ein tillaga er rútuferð um Reykjanes með viðkomu í Bláa lóninu og siglingu í lokin. Hóparnir eru sóttir þangað sem þeir óska, ekið í Bláa lónið þar sem fólk getur baðað sig eða slappað af. Því næst er ekinn Reykjaneshringurinn eða beint um borð í skipið. Á leiðinni til Reykjavíkur bjóta farþegar veitinga af hlaðborði um borð í skipinu. Að sögn forsvarsmanna Hafsúlunnar hafa þessar ferðir gefist mjög vel og er Hafsúlan eins og sniðin fyrir svona skemmtiferðir. Þessi ferð er þó aðeins einn möguleiki af mörgum. Önnur hugmynd að ferð að þessu tagi er sigling frá Reykjavík, upp í Hvalfjörð þar sem fuglalífið er skoðað og jafnvel rennt fyrir fisk. Í framhaldi er hægt að sigla út á hvalaskoðunarslóðir eða hægt er að taka því rólega og njóta siglingarinnar og góðra veitinga. Aðrir möguleikar eru þeir að hópurinn er sóttur á höfuðborgarsvæðið og ekið um Vesturland, stigið um borð í Hafsúluna á Akranesi og siglt út í flóa, góður matur borðaður og endað í Reykjavík.
Í sumar verður einnig boðið upp á miðnætursiglingar, þar sem siglt verður frá Reykjavík og horft á sólarlagið.
Íslendingar duglegir að veiða
Sjóstangveiðibáturinn Hvalbakur hefur verið gerður út frá Grófinni í Keflavík undanfarinn fimm ár. Eigendur hans, Valdimar Axelsson og Jón Sæmundsson segja sumarið hafa byrjað vel og útlit fyrir að aðsóknin verði ágæt verði veður gott í sumar. Báturinn er 7 tonn og tekur 14 farþega en sjóstangir eru 8 um borð. Að sögn Valdimars hefur eftirspurn aukist töluvert og þá helst þegar vel viðrar. Þeir sem sækja í sjóstangveiði eru bæði erlendir ferðamenn og Íslendingar og segir Valdimar að mikil sókn sé hjá síðarnefndahópnum. Þá hafa íbúar Keflavíkurflugvallar einnig verið duglegir að renna fyrir fisk með Hvalbak. „Við höfum verið mjög vinsælir hjá smærri hópum og fyrirtækjum og þá hafa menn jafnvel farið í sjóstangveiðikeppni og leigt fleiri báta“, segir Valdimar og bætir við að þeir taki einnig að sér að fara með litla hópa í hvalaskoðun út á flóa og er þá miðað við 14 manns. Veiði hefur venjulega verið mjög góð og dæmi um að menn fá marga og væna fiska.
Hvalaskoðunarskip fyrir 150 manns
Hvalstöðin ehf hefur undanfarin þrjú á boðið upp á hvalaskoðunarferðir frá Keflavík. Fyrirtækið rekur tvo báta, Hafsúluna.
Hvalstöðin ehf (Whale watching centre) er í eigu Guðmunds Gestssonar og Einars Steinþórssonar. Þeir festu kaup á Hafsúlunni fyrir stuttu en fjallað er um þann bát annarsstaðar á síðunni. Þetta er fjórða sumarið sem fyrirtækið býður upp á hvalaskoðun en auk þess er Hafsúlan vel fallin til veisluhalda hverskonar. Hægt er að panta hlaðborð fyrir hópa en Axel í Matarlyst sér um veisluþjónustuna. Að sögn Guðmunds hafa farþegar verið mjög ánægðir með ferðirnar og þó ekki hafi sést til hvala er fólk ánægt með sjóferðina og leiðsögnina en boðið er upp á leiðsögn á flestum tungumálum. Nú þegar hefur mikið verið bókað hjá fyrirtækinu í sumar og færist það mjög í vöxt að Íslendingar fari í hvalaskoðun en sjóstangveiði og veisluferðir hafa verið vinsælli. Að undanförnu hefur það færst mjög í vöxt að fólk komi beint úr flugi og um borð í skipið annaðhvort í veislumat eða hvalaskoðun og lýkur ferðinni þá í Reykjavík.
Hvalaskoðunarskipið Gestur hefur verið hjá fyrirtækinu frá opnun þess en óvíst er með ferðir hans í sumar, hvort hann verður í sérferðum frá Keflavík eða hvort hann verður seldur. Skipið tekur 38 farþega og er bæði tilbúinn til hvalaskoðunar eða til sjóstangveiða og er búinn neðansjávarmyndavél.
Bókarnir: Í síma 421-2660 og fax 421-2517
Frekari upplýsingar um Hvalstöðina ehf er að finna á heimasíðu fyrirtækisins: www.whalewatching.is
Þá er einnig hægt að nálgast upplýsingar með tölvupósti: [email protected]
Höfrunga- og hvalaskoðun, sem er með sjóferðirnar á Moby Dick, er nú að byrja 8. árið með hvala-, sjóstangveiði- og skoðunarferðir. Davíð Þór Ólafsson, Helga Ingimundardóttir og Baldur Konráðsson eiga skipið Moby Dick sem var keypt í desember á síðasta ári. Áður var Höfrunga- og hvalaskoðun með bátana, Andreu og Lindu á leigu. Nýja skipið er heitir Moby Dick hefur verið notað sem hvalaskoðunarskip um árabil.Skipið þjónaði áður sem farþegaskip og var lengst af Djúpbáturinn á Ísafirði eða frá 1963 og bar þá nafnið Fagranesið og á sér langa sögu. Skipið fer oftast frá Keflavík, en breytir um höfn eftir því hvar sjólag er hagstæðast miðað við veður. Reglulegar ferðir hefjast í apríl og standa út október á hverju ári. Höfrunga- og hvalaskoðun eru nú elsta starfandi hvalaskoðun á Íslandi.
„Við bjóðum uppá sjóstöng, hvalaskoðun, samkomur, veislur o.fl“, segir Helga Ingimundardóttir, einn eigenda skipsins. Moby Dick getur tekið 94 farþega og er búið stórum sal með föstum borðum og bekkjum. Útsýni er gott af efra og neðra dekki og af hvalbak. Um borð geta farþegar keypt sér hressingu og minjagripi.
Í hverri ferð er boðið upp á vanan leiðsögumann. Þýskir, skandinavískir, ítalskir, enskir og jafnvel franskir hópar fá leiðsögn á sínu eigin tungumáli í ferðunum. Undanfarin 4 ár hefur m.a. sjávarlíffræðingur verið með leiðsögn um borð og verður engin undantekning á því í sumar.
Mest er siglt inn í Garðsjó og þaðan í norður eða austur af skaganum. Undanfarin 7 ár hefur sést til höfrunga eða hvala í 90 - 97% af ferðum frá vori fram á vetur. Í ferðunum sést alltaf mikið af sjófugli, s.s. fýll, rita, svartbakur, lundi, súla, kjói o.fl. sem sumir hverjir sjást aldrei á landi.
„Fólk alltaf ánægt með ferðirnar þegar dýrin sýna sig. Stökkvandi höfrungar og hnúfubakar með bægslagang, eða jafnvel torfa af háhyrningum vekja mikla ánægju. Og þó að ekkert sjáist er
mjög nauðsynlegt að leiðsögn sé í góðum höndum, þá er ferðin samt eftirminnileg sem
útsýnisferð og fuglaskoðun“, segir Helga og bætir við að ef ekkert sést í fyrstu ferð fær fólk aðra ferð fría. Undanfarin ár hefur Höfrunga- og hvalskoðun styrkt skógrækt með peningagjöfum til Skógræktarfélags Suðurnesja.
Sjóstangaveiðiferðir eru alltaf mjög skemmtilegar og fá farþegar alltaf eitthvað í soðið. Vinahópar og félagshópar eru aðal uppistaðan í slíkum ferðum sem hafa vakið mikla lukku. Hægt er að grilla aflann og hafa eftirminnilega veislu á lygnum kvöldsjónum við miðnætursól.
Bókanir fyrir sumarið lofa góðu og getur fólk hringt og bókað í síma 421-7777.
Hvalaskoðun og skemmtiferðir frá Reykjavík
Hvalstöðin ehf fékk nýlega til landsins nýtt og glæsilegt hvalaskoðunar- og skemmtiferðaskip. Skipið er tvíbolungur (katamaran) og er þar af leiðandi mjög stöðugt í sjó og fer vel með farþegana.
Hafsúlan verður gerð út frá Reykjavík, en þar sem ganghraðinn er 23 mílur er athafnasvæði skipsins allt Faxaflóasvæðið. Hvalstöðin er því komin með útibú í Reykjavík og stefnt er að því að fyrirtækið verði með annan fótinn í Keflavík. Hafsúlan verður í föstum áætlunarferðum á hvalaskoðunarslóðir og siglir daglega kl. 10:30 frá Reykjavíkurhöfn. Hver ferð tekur 2,5-3 tíma og sést til hvala í flestum ferðum. Ef ekki sést til hvala er fólki boðið að fara í aðra ferð frítt, þegar því hentar. Yfir sumartímann eru það mest útlendir ferðamenn sem sækja í þessar ferðir en að undanförnu hafa Íslendingar sótt meira í þessar ferðir.
Hafsúlan tekur 150 farþega og er búið glæsilegum veitingasal sem tekur um 110 farþega til borðs. Ofan þilja er rúmgott útsýnissvæði þar sem hægt er að njóta útsýnisins. Starfsmannahópar, klúbbar og félagasamtök hafa tekið samstarfi Hafsúlunnar og SBK vel. Hægt er að tvinna saman skoðunar- og skemmtiferð í rútu og siglingu með veislumat. Ein tillaga er rútuferð um Reykjanes með viðkomu í Bláa lóninu og siglingu í lokin. Hóparnir eru sóttir þangað sem þeir óska, ekið í Bláa lónið þar sem fólk getur baðað sig eða slappað af. Því næst er ekinn Reykjaneshringurinn eða beint um borð í skipið. Á leiðinni til Reykjavíkur bjóta farþegar veitinga af hlaðborði um borð í skipinu. Að sögn forsvarsmanna Hafsúlunnar hafa þessar ferðir gefist mjög vel og er Hafsúlan eins og sniðin fyrir svona skemmtiferðir. Þessi ferð er þó aðeins einn möguleiki af mörgum. Önnur hugmynd að ferð að þessu tagi er sigling frá Reykjavík, upp í Hvalfjörð þar sem fuglalífið er skoðað og jafnvel rennt fyrir fisk. Í framhaldi er hægt að sigla út á hvalaskoðunarslóðir eða hægt er að taka því rólega og njóta siglingarinnar og góðra veitinga. Aðrir möguleikar eru þeir að hópurinn er sóttur á höfuðborgarsvæðið og ekið um Vesturland, stigið um borð í Hafsúluna á Akranesi og siglt út í flóa, góður matur borðaður og endað í Reykjavík.
Í sumar verður einnig boðið upp á miðnætursiglingar, þar sem siglt verður frá Reykjavík og horft á sólarlagið.
Íslendingar duglegir að veiða
Sjóstangveiðibáturinn Hvalbakur hefur verið gerður út frá Grófinni í Keflavík undanfarinn fimm ár. Eigendur hans, Valdimar Axelsson og Jón Sæmundsson segja sumarið hafa byrjað vel og útlit fyrir að aðsóknin verði ágæt verði veður gott í sumar. Báturinn er 7 tonn og tekur 14 farþega en sjóstangir eru 8 um borð. Að sögn Valdimars hefur eftirspurn aukist töluvert og þá helst þegar vel viðrar. Þeir sem sækja í sjóstangveiði eru bæði erlendir ferðamenn og Íslendingar og segir Valdimar að mikil sókn sé hjá síðarnefndahópnum. Þá hafa íbúar Keflavíkurflugvallar einnig verið duglegir að renna fyrir fisk með Hvalbak. „Við höfum verið mjög vinsælir hjá smærri hópum og fyrirtækjum og þá hafa menn jafnvel farið í sjóstangveiðikeppni og leigt fleiri báta“, segir Valdimar og bætir við að þeir taki einnig að sér að fara með litla hópa í hvalaskoðun út á flóa og er þá miðað við 14 manns. Veiði hefur venjulega verið mjög góð og dæmi um að menn fá marga og væna fiska.
Hvalaskoðunarskip fyrir 150 manns
Hvalstöðin ehf hefur undanfarin þrjú á boðið upp á hvalaskoðunarferðir frá Keflavík. Fyrirtækið rekur tvo báta, Hafsúluna.
Hvalstöðin ehf (Whale watching centre) er í eigu Guðmunds Gestssonar og Einars Steinþórssonar. Þeir festu kaup á Hafsúlunni fyrir stuttu en fjallað er um þann bát annarsstaðar á síðunni. Þetta er fjórða sumarið sem fyrirtækið býður upp á hvalaskoðun en auk þess er Hafsúlan vel fallin til veisluhalda hverskonar. Hægt er að panta hlaðborð fyrir hópa en Axel í Matarlyst sér um veisluþjónustuna. Að sögn Guðmunds hafa farþegar verið mjög ánægðir með ferðirnar og þó ekki hafi sést til hvala er fólk ánægt með sjóferðina og leiðsögnina en boðið er upp á leiðsögn á flestum tungumálum. Nú þegar hefur mikið verið bókað hjá fyrirtækinu í sumar og færist það mjög í vöxt að Íslendingar fari í hvalaskoðun en sjóstangveiði og veisluferðir hafa verið vinsælli. Að undanförnu hefur það færst mjög í vöxt að fólk komi beint úr flugi og um borð í skipið annaðhvort í veislumat eða hvalaskoðun og lýkur ferðinni þá í Reykjavík.
Hvalaskoðunarskipið Gestur hefur verið hjá fyrirtækinu frá opnun þess en óvíst er með ferðir hans í sumar, hvort hann verður í sérferðum frá Keflavík eða hvort hann verður seldur. Skipið tekur 38 farþega og er bæði tilbúinn til hvalaskoðunar eða til sjóstangveiða og er búinn neðansjávarmyndavél.
Bókarnir: Í síma 421-2660 og fax 421-2517
Frekari upplýsingar um Hvalstöðina ehf er að finna á heimasíðu fyrirtækisins: www.whalewatching.is
Þá er einnig hægt að nálgast upplýsingar með tölvupósti: [email protected]